Beint í efni

Mjólkurinnleggið komið yfir 100 milljónir lítra

08.11.2006

Mjólkurinnlegg síðustu viku var 2.069.326 lítrar og jókst um 14.000 lítra frá vikunni á undan. Í lok vikunnar var ársframleiðslan orðin 99,3 milljónir lítra og má því búast við að 100 milljónasti líterinn á árinu hafi verið vigtaður inn í gær, þriðjudag. Á myndinni hér að neðan má sjá þróun innvigtunar síðustu misseri.