Beint í efni

Mjólkurinnleggið á rétti leið

25.04.2006

Mjólkurinnleggið á landinu í síðustu viku (viku 16) var 2.375.000 lítrar, sem er 2,4% meira en á sama tíma og í fyrra. Það sem af er árinu er mjólkurinnleggið 675.000 lítrum meira en á síðasta ári. Sala mjólkurvara er áfram mjög góð, þannig að öllu máli skiptir að framleiðendur haldi vel á spöðunum á næstu vikum, þannig að sumarið skili sem allra mestri mjólk. Venju samkvæmt nær innleggið hámarki í maímánuði, verður fróðlegt að sjá hvaða hæðum það nær á næstu vikum. Ekki verður síður áhugavert að sjá hversu lengi innleggstoppurinn varir, þar sem lenging á honum mun skila miklu mjólkurmagni til vinnslunnar.

Nánar má sjá þróun innleggs og samanburð við fyrri ár með því að smella hér.