Beint í efni

Mjólkurframleiðslan vex á Suður-Jótlandi

18.05.2006

Á mánudaginn var gefið út endanlegt jafnvægisverð á danska kvótamarkaðinum, sem fram fór 1. maí s.l. Nákvæmt verð er 3,281622 dkk/kg. Þegar litið er á hvert kvótinn sækir, kemur í ljós að framleiðslan vex mest á Suður-Jótlandi. Þangað eru keyptir 6,5 mió. kg meira en það sem selt er þaðan. 

Lítils háttar minnkun er á Vestur- og Norður-Jótlandi, þaðan fara 1,2 og 2,2 milljónir kg. Öfugt við þróun undanfarinna ára eykst kvótinn á Sjálandi, um 300.000 kg á 306 búum. Þá er aukning um 200.000 kg á Borgundarhólmi. „Hér er smávægilegur hlykkur á þeirri þróun að mjólkurframleiðslan færist frá austri til vesturs“, segir Herluf Dose Christensen, sem er deildarstjóri hjá Samtökum afurðastöðva í Danmörku. www.landbrugsavisen.dk