Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkurframleiðslan minnkar hjá helstu útflutningsaðilum

01.02.2017

Nú liggur fyrir uppgjör mjólkurframleiðslu fimm helstu útflutningssvæðanna í október á síðasta ári, en þessi fimm svæði eru Bandaríkin, Nýja-Sjáland, Ástralía, Evrópusambandið og Argentína. Skýringin á því að margir bíða sérstaklega eftir upplýsingum um mjólkuframleiðsluna í október fyrir þessi framleiðslusvæði er að þá hefur mjólkurframleiðslan í Eyjaálfu risið sem mest. Nú gerðist það hinsvegar í október að framleiðslan í Nýja-Sjálandi var sú minnsta síðan 2012 og sé horft til mjólkurframleiðslunnar í Ástralíu þá hefur hún ekki verið minni síðan 2007.

Á sama tíma hefur einnig dregið verulega úr mjólkurframleiðslunni í Evrópusambandinu en hún var þó 0,5% hærri í október en á sama tíma árið 2015. Tölurnar fyrir nóvember liggja einnig fyrir, fyrir lönd Evrópusambandsins, og þar má sjá að verulega hefur dregið úr framleiðslu miðað við nóvember árið 2015 í bæði Þýskalandi (um 5,2%), í Frakklandi (um 7,6%) og Stóra-Bretlandi (um 7,3%)/SS.