
Mjólkurframleiðslan minnkar hjá helstu útflutningsaðilum
01.02.2017
Nú liggur fyrir uppgjör mjólkurframleiðslu fimm helstu útflutningssvæðanna í október á síðasta ári, en þessi fimm svæði eru Bandaríkin, Nýja-Sjáland, Ástralía, Evrópusambandið og Argentína. Skýringin á því að margir bíða sérstaklega eftir upplýsingum um mjólkuframleiðsluna í október fyrir þessi framleiðslusvæði er að þá hefur mjólkurframleiðslan í Eyjaálfu risið sem mest. Nú gerðist það hinsvegar í október að framleiðslan í Nýja-Sjálandi var sú minnsta síðan 2012 og sé horft til mjólkurframleiðslunnar í Ástralíu þá hefur hún ekki verið minni síðan 2007.
Á sama tíma hefur einnig dregið verulega úr mjólkurframleiðslunni í Evrópusambandinu en hún var þó 0,5% hærri í október en á sama tíma árið 2015. Tölurnar fyrir nóvember liggja einnig fyrir, fyrir lönd Evrópusambandsins, og þar má sjá að verulega hefur dregið úr framleiðslu miðað við nóvember árið 2015 í bæði Þýskalandi (um 5,2%), í Frakklandi (um 7,6%) og Stóra-Bretlandi (um 7,3%)/SS.