Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkurframleiðslan komin í 90,6 milljónir lítra

21.08.2017

Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur mjólkurframleiðslan náð sér ágætlega á strik og nam heildar innvigtun mjólkurinnar 90,6 milljónum lítra en þetta kemur m.a. fram í yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) sem kom út fyrir helgi. Innvigtunin í júlí var 12,9 milljónir lítra sem er 3,8% meira en í júlí á síðasta ári. Það sem af er ári er heildarframleiðslan 1,5% minni en á sama tíma árið 2016 en það ár var sem kunnugt er metár í mjólkurframleiðslu hér á landi. Sé horft til síðustu 12 mánaða hefur framleiðslan verið 148,9 milljónir lítra sem er 1,9% minni heildarframleiðsla en sama tímabil árið áður.

Samkvæmt yfirlitinu frá SAM var sala á fitugrunni 144,3 milljónir lítra síðustu 12 mánuði og er það er aukning frá fyrra ári um 5,5%. Síðustu þrjá mánuði nam söluaukningin 2,7% miðað við sama tímabil fyrir ári.

Sala á próteingrunni undanfarna 12 mánuði var 132,1 milljónir lítra, sem er aukning um 3,0% frá árinu á undan. Ef litið er til síðustu þriggja mánaða varð hins vegar sölusamdráttur um 1,5% miðað við sömu mánuði í fyrra/SS.