Beint í efni

Mjólkurframleiðslan í Rússlandi eykst, sem og styrkir!

23.06.2012

Mjólkurframleiðsla rússneskra kúabúa hefur framan af árinu aukist um 4,5% samkvæmt yfirliti frá Landbúnaðarstofnun Bandaríkjanna (USDA Foreign Agricultural Service). Skýringuna má finna í háu afurðastöðvaverði en mikil eftirspurn hefur verið í Rússlandi eftir mjólkurvörum og hefur eftirspurnin haldið uppi afurðaverðinu. Aukningin hefur komið fram með bættri fóðrun og samhliða auknum meðalafurðum þarlendra kúa.

 

Auk þess hefur ríkissstjórn landsins sett aukna styrki í mjólkurframleiðsluna eftir að landið gekk í WTO og opnaði þar með fyrir aukinn innflutning matvara frá öðrum löndum. Reyndar er enn mikil óvissa um raunveruleg áhrif þess að landið loksins gekk að viðskiptaskilmálum WTO, en þau verða væntanlega ljós undir lok ársins/SS.