Beint í efni

Mjólkurframleiðslan í Póllandi jókst um 5,3%

06.04.2013

Pólskir kúabændur framleiddu 5.3% meiri mjólk árið 2012 en árið áður og nam heildarframleiðslan alls 9,3 milljörðum kg. Vöxsturinn varð fyrst og fremst á fyrri helmingi ársins en vöxsturinn á seinni helmingi ársins var ekki nema 2% meiri en árið 2011.

 

Megin hluti þessarar afurðaaukningar fór til ostagerðar, en hún jókst um 7.5% á árinu. Í Póllandi eru nú tæplega 190 þúsund kúabú og hefur þeim fækkað mikið á liðnum árum. Meðal kúabúið er einungis með um 10 kýr og meðalnytin rétt um 4.500 lítrar pr. kú/SS.