Beint í efni

Mjólkurframleiðslan í maí svipuð og í fyrra

07.06.2005

Samkvæmt nýju yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var mjólkurframleiðslan í maí svipuð og í fyrra, eða 10,4 milljónir lítra. Í hönd fara nú sumarmánuðirnir og miðað við óskir mjólkuriðnaðarins um kaup á umframmjólk er ljóst að framleiðslan má ekki verða minni en á sama tíma í fyrra. Samtals hafa nú verið framleiddir

83,6 milljónir lítrar mjólkur og þarf framleiðslan í júní, júlí og ágúst því að skila amk. 28,9 milljónum lítrum mjólkur ef framleiða á alla þá mjólk sem iðnaðurinn hefur kallað eftir, sem eru 112,5 milljónir lítra.

 

Greiðslumarkið verðlagsárið 2004/2005 er 106 milljónir lítra og þarf því hver mjólkurframleiðandi að jafnaði að framleiða 6,1% umfram sitt greiðslumark svo að tryggt sé að iðnaðurinn fái þá mjólk til vinnslu sem óskað hefur verið eftir.

 

Framleiðsla mjólkur síðustu ár í júní, júlí og ágúst hefur verið eftirfarandi (í milljónum lítra)*:

2002 2003 2004 2005

Júní

9,4 9,6 10,1 ?
Júlí 9,6 8,9 9,6 ?
Ágúst 8,7 7,9 8,9 ?
Samtals 27,7 26,4 28,6 amk. 28,9

* Af vef SAM (www.sam.is)