Beint í efni

Mjólkurframleiðslan í júní 9,6 milljónir lítrar

08.07.2003

Mjólkurframleiðslan heldur áfram að aukast miðað við sama tíma í fyrra og var framleiðslan í júní 1,6% hærri en í júní 2002. Skýringuna er fyrst og fremst að finna í auknu greiðslumarki, en greiðslumarkið var aukið fyrir þetta greiðslumarksár um 2 milljónir lítra. Í lok júni var heildarframleiðsla þessa verðlagsárs komin í 93,3 milljónir lítra m.v. 91,1 á sama tíma fyrir ári sem þýðir að mjólkurframleiðslan hefur aukist um 2,5% sl. 12 mánuði.