
Mjólkurframleiðslan í Indlandi eykst stöðugt
15.01.2018
Indland er í dag það land í heiminum þar sem mjólkurframleiðslan er lang mest og er talið að ársframleiðslan síðasta ár hafi numið 160 milljörðum kílóa, sem er rúmlega þúsundföldun á íslensku mjólkurframleiðslunni! Þegar horft er til heimsframleiðslunnar þá stendur indverska mjólkurframleiðslan í dag undir um 18,5% sem er einuningis lítið eitt minna en öll lönd Evrópusambandsins framleiða á ári!
Samkvæmt skýrslu frá Edelweiss Securities, sem greint var frá í Dairy Industry International, þá er þess vænst að árleg framleiðsla mjólkur í Indlandi muni að jafnaði aukast um rúm 4% fram til ársins 2020 og að það ár verði heildarframleiðsla Indlands komin í 185 milljarða lítra á ári.