Beint í efni

Mjólkurframleiðslan eykst í Indlandi

05.08.2015

Indverjar, sem framleiða mest magn mjólkur í heiminum og neyta reyndar einnig mestrar mjólkur, eru á mikilli siglingu þessa dagana og eykst mjólkurframleiðsla landsins nú hratt. Árlegur vöxtur framleiðslunnar hefur verið með ólíkindum undanfarið en síðasta ár jókst framleiðslan um 12% og er því spáð að í ár verði aukingin mun meiri eða 15,6%.

 

Skýringin á því hvernig Indverjar hafa getað aukið framleiðsluna svona mikið á stuttum tíma felst í gjörbreyttri hugsun varðandi eldi og umhirðu kúa, sem og bættum möguleikum kúabændanna á að selja mjólkina sína til afurðastöðva. Þá hafa einnig nokkur alþjóðleg félög og fyrirtæki fjárfest í indverskri mjólkurframleiðslu og byggt upp stór kúabú, enda mikil eftirspurn í landinu eftir mjólk og mjólkurvörum og því spáð að svo verði áfram á komandi árum/SS.