Mjólkurframleiðsla heimsins að aukast verulega
09.08.2011
Samkvæmt samantekt bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (USDA) þá lítur út fyrir að árið 2011 verði mikið mjólkurframleiðsluár, en ráðuneytið tekur reglulega saman álit á þróun mjólkurframleiðslu á heimsvísu. Samkvæmt yfirlitinu er talið að framleiðsluaukning sjö helstu framleiðslusvæða heimsins nemi 6 milljörðum lítra á árinu 2011. Mest hlutfallsleg aukning verður í Nýja-Sjálandi á meðan útlit er fyrir að samdráttur verði í Rússlandi eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan/SS.
Lönd með meira en 15 milljarða lítra framleiðslu | Framleiðsluspá f. 2011 (milljón tonn) | Breyting frá 2010 |
Lönd Evrópusambandsins | 136,3 | +1,4% |
Bandaríkin | 88,8 | +1,5% |
Indland | 52,5 | +4,4 |
Rússland | 31,2 | -2,2% |
Brasilía | 30,9 | +3,0% |
Kína | 30,5 | +4,8% |
Nýja-Sjáland | 18,0 | +5,1% |
Heimild: USDA