Beint í efni

Mjólkurframleiðsla ESB-27 eykst

02.03.2012

Árið 2011 reyndist hagfellt til mjólkurframleiðslu í Evrópu og reyndist árið metár í framleiðslu. Alls nam framleiðsla hinna svokölluðu ESB-27 landa 138.229 milljón lítrum mjólkur sem var aukning um 2,1% frá árinu 2010 þegar framleiðslan var 135.324 milljónir lítra. Þó svo að nokkur munur sé á milli mánaða hvað snertir framleiðsluna þá varð aukning í öllum mánuðum en mismikið þó. Minnst aukning varð í júní (0,5%) en mest aukning í janúar (3,3%).

 

Mest mjólkurframleiðsla árið 2011 var í maí þegar heildarinnvigtun nam 12.543 milljón lítrum en minnsta innvigtunin var í febrúar þegar hún var 10.213 milljónir lítra og nemur munurinn 22,8%. Afar mikill munur er eðlilega á framleiðslu hvers lands en þau fimm stærstu (með um 68-70% framleiðslunnar) eru: Þýskaland, Frakkland, Stóra-Bretland, Holland og Ítalía/SS.