Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkurframleiðsla ESB-27 eykst

02.03.2012

Árið 2011 reyndist hagfellt til mjólkurframleiðslu í Evrópu og reyndist árið metár í framleiðslu. Alls nam framleiðsla hinna svokölluðu ESB-27 landa 138.229 milljón lítrum mjólkur sem var aukning um 2,1% frá árinu 2010 þegar framleiðslan var 135.324 milljónir lítra. Þó svo að nokkur munur sé á milli mánaða hvað snertir framleiðsluna þá varð aukning í öllum mánuðum en mismikið þó. Minnst aukning varð í júní (0,5%) en mest aukning í janúar (3,3%).

 

Mest mjólkurframleiðsla árið 2011 var í maí þegar heildarinnvigtun nam 12.543 milljón lítrum en minnsta innvigtunin var í febrúar þegar hún var 10.213 milljónir lítra og nemur munurinn 22,8%. Afar mikill munur er eðlilega á framleiðslu hvers lands en þau fimm stærstu (með um 68-70% framleiðslunnar) eru: Þýskaland, Frakkland, Stóra-Bretland, Holland og Ítalía/SS.