Beint í efni

Mjólkurframleiðsla ES-27 að aukast

17.10.2012

Nýtt uppgjör mjólkurframleiðslu ES-27 landanna, til og með júlí í ár, liggur nú fyrir. Alls nam innvigtun landanna 27 139.492 þúsund tonnum eða 382 milljónum lítra á dag frá ágúst 2011 til júlí 2012. Nokkuð misjafnt er eftir löndum hvernig framleiðslan gengur en 14 þeirra hafa á 12 mánaða tímabili bætt nokkuð í framleiðsluna, 9 sýna samdrátt en önnur standa í stað.

 

Fimm stærstu framleiðslulöndin eru Þýskaland, Frakkland, Stóra-Bretland, Holland og Pólland en þessi lönd standa undir um 60% allrar mjólkurframleiðslu Evrópusambandsins. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í júlí nam innvigtun mjólkur í þessum fimm löndum 7,3 milljörðum lítra eða um 230 milljónum lítra á dag/SS.