Beint í efni

Mjólkurframleiðsla á heimsvísu – staða og horfur

01.04.2008

Að þessu sinni kemur aðal fyrirlesari á Aðalfundi Landssambands kúabænda frá International Farm Comparison Network í Kiel. Mun Henrike Burchardi, sérfræðingur hjá stofnuninni, fjalla um stöðu og horfur í mjólkurframleiðslu á heimsvísu.

IFCN var stofnað árið 1997. Það er sjálfstæð rannsóknarstofnun á sviði landbúnaðarhagfræði og mjólkurframleiðslu. Starfar hún í nánum tengslum við Christian-Albrechts-Universität í Kiel. Að henni standa nú tæplega 80 lönd en Landssamband kúabænda gerðist samstarfsaðili núna í janúar á þessu ári. Heimasíða stofnunarinnar er www.ifcndairy.org

 

Dagskrá aðalfundar LK 2008 má að öðru leyti sjá hér hægra megin á síðunni.