Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkureftirlit SAM: Viðhald kælivéla mikilvægt!

30.04.2012

Kristján Gunnarsson, mjólkureftirlitsmaður SAM sendi á dögunum áminningu til bænda á starfssvæði hans, um viðhald á kælivélum mjólkurtanka. Landssamband kúabænda leyfir sér að endurbirta pistil Kristjáns og er hlekkur á hann í heild sinni hér neðar á síðunni.

„Eitt af því sem þarf að gera áður en sumarið gengur í garð er að þrífa kæliristina (eimsvalann, kondensinn) á kælivél mjólkurtankans.

Ef hún er orðinn hálf stífluð af ryki og skít er hætta á að hún bili eða ofhitni með tilheyrandi leiðindum, kostnaðarsamri viðgerð og ónýtri mjólk og það kalla ég trassaskap eða kæruleysi.

 

Helsti bilunartími mjólkurtanka er á sumrin sem skýrist af þessum þáttum og vegna þess að of heitt verður við kælivélina og loftræsting er léleg.

 

Ef þið gerið þetta sjálfir þá er það þannig gert í stórum dráttum.

Þar sem hreinsun hefur verið framkvæmd árlega er oftast nóg að bursta úr ristinni með stífum þurrum bursta upp og niður (aldrei þvert á ristina því þá leggjast þær flatar) og athugið að ristarnar eru flugbeittar og geta skorið illa.

Ef mikil óhreinindi hafa safnast inní kælirinn er þörf á að láta renna í gegn með heitu vatni helst innan frá, en það er meiri aðgerð og krefst ítrustu varkárni svo ekki fari vatn í rafbúnað.

Hafið samband við fagmann ef þið viljið frekari upplýsingar um framgang þessa vorverks. Ekki þarf að taka það fram að tankurinn á að vera tómur þegar þetta er gert.

 

Síðan má benda þeim á sem eru að kaupa nýja mjólkurtanka að nú er hægt að fá þá með vatnskældum kælivélum og þá sleppa menn við þennan hluta þ.e. enginn kælirist.“

 

 

Pistill Kristjáns Gunnarssonar