Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkurduftsmótmæli í Brussel

30.01.2017

Í síðustu viku, þegar landbúnaðarráðherrar allra landa Evrópusambandsins hittust, stóð samband evrópskra mjólkurframleiðenda (The European Milk Board – EMB), fyrir mótmælum við Evrópuþingið í Brussel en tilgangurinn var að mótmæla sölu á mjólkurdufti frá gríðarlega stórum lager Evrópusambandsins. Evrópusambandið hefur byggt upp mikið ”smjörfjall” á undanförnum mánuðum í þeim tilgangi að ná fram hækkun á afurðastöðvaverði og hefur það að hluta til gengið eftir. Nú eru allar geymslu hinsvegar fullar og því þarf brátt að losa um hinn mikla lager af mjólkurdufti.
EMB vill að Evrópusambandið hætti við að selja af lager sínum en margir óttast að verð á mjólkurdufti muni falla verulega í verði með tilheyrandi slæmum áhrifum á afurðastöðvaverð í löndum sambandsins. EMB hefur þó ekki einungis áhyggjur af hinum evrópska markaði en óttast ekki síður að mikið framboð á mjólkurdufti geti komið illa niður á kúabændum víða í Afríku, enda er hætta á því að duftið verði flutt þangað inn með tilheyrandi hruni á afríska markaðinum.
Sem stendur er meðal-afurðastöðvaverðið í löndum Evrópusambandsins um 32 evrusent á hvert kíló mjólkur (39,7 krónur/kg), en það jafnaðarverð er þó ekki nógu hátt því eigi allir bændur í löndum Evrópusambandsins að geta framleitt mjólk með hagnaði þarf verðið að fara í 40 evrusent/kg (49,6 kr/kg) að mati EMB/SS.