Mjólkurdropa í kaffið?
28.06.2013
Þýska félagið DMK hefur nú sett á markað áhugaverða nýjung á sviði umbúða en þær eru allar dropalagaðar en nýjung þessi var kynnt á sýningu í Amsterdam í lok maí. Þessi óvenjulega lögun umbúða skapar félaginu sérstöðu og er markmiðið meðal annars að neytendur tengi „mjólkurdropann“ við þýska kúabændur og haldi þar með tryggð við afurðir félagsins. Um leið ber umbúðahönnunin það með sér að auðvelt er að hella mjólk, rjóma eða hverju öðru úr dollunni.
DMK er stærsta afurðafélag Þýskalands með 11 þúsund félagsmenn sem leggja inn mjólk í 22 afurðastöðvar víða um land. Heildar innvigtun DMK á síðasta ári nam 6,9 milljörðum lítra eða um 630 þúsund lítrum að jafnaði á hvern félagsmann/SS.