Beint í efni

Mjólkurbúið KÚ fagnar ákvörðun MS

17.09.2015

Mjólkurbúið Kú fagnar þeirri áherslubreytingu sem MS hefur boðað. Í tilkynningu frá MS er greint frá því að fyrirtækið hyggist árlega bjóða smærri framleiðendum allt að 300.000 lítra af ógerilsneiddri hrámjólk á 85 kr á hvern lítra. Þetta er sama verð og MS greiðir bændum fyrir mjólk og um 11% lækkun frá almennu verði á hrámjólk.

Þrátt fyrir 4% hækkun á mjólk þann 1. ágúst sl. hefur Mjólkurbúið Kú ekki hækkað verð á sínum vörum. Fyrir fyrirtæki eins og okkar hefur þessi lækkun því mjög mikla þýðingu og þá ekki síður að geta loks keypt hráefni til framleiðslu okkar á jafnréttisgrunni.

 

Eins og alkunna er hefur Mjólkurbúið Kú um árabil talið sig njóta mun lakari viðskiptakjara en framleiðendur tengdir MS. Fyrirtækið hefur þurft að leita réttar síns hjá samkeppnisyfirvöldum sem hafa málið enn til meðferðar.

 

Við hjá Mjólkurbúinu Kú tökum í útrétta sáttahönd nýráðins forstjóra MS. Við horfum björt fram á veg og erum staðráðin í að nýta þetta skref til aukins jafnræðis til að efla starfsemi okkar íslenskum neytendum til hagsbóta.

 

Nánari upplýsingar:  
Ólafur M. Magnússon,          
framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú,          
GSM 8256502

 

Fréttatilkynning frá Mjólkurbúinu Kú.