Mjólkurafurðir kynntar í Bandaríkjunum
18.10.2001
Á sýningunni Expo-east, þar sem Íslenskur landbúnaður ásamt fleiri aðilum kom fram sem ein heild undir merkjum Icelandic Naturally, var mjólkuriðnaðurinn með í för og voru íslenskir ostar og aðrar mjólkurafurðir kynntar Bandaríkjamönnum. Undirtektirnar voru góðar og vöktu mjólkurafurðirna verðskuldaða athygli. Á vegum mjólkuriðnaðarins voru með í för þeir Einar Matthíasson (frá MS) og Halldór Sigurðsson (frá Osta- og smjörsölunni), auk framkvæmdastjóra LK.
Þrátt fyrir að vel hafi tekist til við kynningu afurðanna, var hér einungis verið að stíga fyrstu skrefin í löngu ferli. Ljóst er að mörg ár getur tekur að koma mjólkurafurðum inn á þennan stóra markað og því allt of snemmt að spá fyrir um möguleika íslenskra mjólkurvara á Bandarískum mörkuðum.