Mjólkin til ostagerðar flokkuð frá í fjósinu!
24.07.2013
Það er mikill munur á því hvernig mjólkin hentar til afurðavinnslu eftir því úr hvaða kú hún kemur hverju sinni. Skýringin felst í mismunandi gæðum hráefnisins, en mjólk frá t.d. kúm með júgurbólgu hentar síður til ostagerðar svo dæmi sé tekið. Nú hafa vísindamenn hjá AfiMilk í Ísrael þróað búnað sem getur flokkað mjólkina strax í fjósinu í annars vegar mjólk sem hentar til ostagerðar og svo hins vegar til annarra nota.
Búnaðurinn byggir á niðurstöðum rannsókna sem sýna að mjólk sem inniheldur E. Coli gerla eða Stafílókokka hentar ekki vel til ostagerðar, né heldur mjólk frá lágmjólka kúm (50% undir meðaldagsnyt). Á staðnum er mjólkin því skilin að í tvo tanka sem gerir þá bóndanum mögulegt að selja mjólk sína til ólíkrar notkunar og þar með á mismunandi verði. Hvenær svona búnaður verður kominn almennt í sölu er óvíst, en búnaðurinn mælir einnig á staðnum bæði fitu, prótein og leiðni/SS.