Beint í efni

Mjólkin ódýrari í Krónunni en í Tesco

12.09.2007

Hækkað mjólkurverð í Bretlandi er nú farið að koma fram í verðlagi stórmarkaðanna þar í landi. Á fimmtudaginn hækkaði Asda verð á nýmjólk í 77 kr á lítra, einn af aðal keppinautunum, Tesco hækkaði verðið svo á sunnudaginn í sömu upphæð. Hækkunin í báðum verslunum er 16,5%. Þetta kemur fram í Dairy Industry Newsletter. Nú síðdegis var verð á nýmjólk í verslun Krónunnar á Bíldshöfða 73 kr pr. líter. Nýmjólkin er því ódýrari út úr búð hér á landi en í Bretlandi.

Í Bretlandi er um að ræða 4 pint umbúðir sem eftir þessar verðbreytingar kosta 1,34 GBP stykkið. Ein pint er 0,57 lítrar og sölugengi breska pundsins er núna 131 kr.