Beint í efni

Mjólkin kemur beint frá býli!

21.07.2011

Nú hefur afurðastöðin Thise í Danmörku hafið sölu á mjólk beint frá býli, en mjólkin er boðin til sölu í verslunarkeðjunni Irma. Fyrir utan það að vera rekjanleg beint til býlis, þá er mjólkin einnig óvenjuleg að því leiti að hún er ekki stöðluð að gæðum. Þannig getur fituinnihaldið sveiflast á milli mánaða s.s. vegna tíðni burða, árstíðum o.s.frv. Mjólkin kemur frá búinu Gyrup í Thy þar sem Lisbeth og Nikolai Nikolaisen búa en Nikolai er af sjöundu kynslóð bænda í sinni fjölskyldu á þessari jörð.

 

Irma er þekkt verslunarkeðja í Danmörku fyrir gæði og eru tiltölulega fáar verslanir af þessari gerð í landinu. Verðlag í búðunum er frekar hátt og neytendur sem þar versla kaupa títt vottaðar vörur s.s. lífrænar svo dæmi sé tekið. Mjólk, sem er rekjanleg til býlis, hentar því einstaklega vel í þessari verslun. Mjólkin kallast Unik eða „Einstök“ í íslenskri snörun/SS.