Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólkar einu sinni á dag!

04.02.2012

Flestir kúabændur kannast trúlega vel við kosti þess að mjólka kýr oftar en tvisvar á dag, en væntanlega þekkja færri kosti þess að mjólka einu sinni á dag (kallað OAD á ensku sem er stytting úr Once A Day)! Á búi Nathan Pryor í Cornwall sýslu í suð-vesturhluta Englands er þó þessi aðferð stunduð með góðum árangri að sögn Nathan. Nathan telur þetta vera framtíðina í mjólkurframleiðslu en kúnum á búi hans er beitt allt árið og allar kýr eru snemmbærar og því mest mjólkurframleiðsla yfir sumarið og haustið.

 

Undanfarin þrjú ár hefur þessari aðferð við mjólkurframleiðsluna verið beitt og eftir nokkra byrjunarörðugleika er nú mjólkurframleiðslan komin á ágætt skrið og einungis 10% minni en hún var þegar mjólkað var tvisvar á dag. Ástæðan sem Nathan gefur fyrir breytingunum eru bæðia fjárhagslegar og félagslegar, þ.e. honum fannst bindingin vera of mikil og gleðin við að fara til mjalta var ekki til staðar. Hann er með ung börn og saknaði þess að vera meira með fjölskyldunni og tók því ákvörðun um að breyta framleiðslukerfinu á búi sínu. Auk þess voru fjárhagslegar forsendur til staðar enda minnkaði launakostnaður mikið við breytinguna.

 

Þetta var hægt þar sem kúnum var beitt og því var orkustig fóðrunar ekki sérlega mikið og afurðasemin eftir því. Hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar sem orðið hafa á búinu frá því mjólkað var tvisvar á dag.

 

Árið 2008 (mjólkað tvisvar á dag):

Meðalnyt: 4.200 kg

Verðmætaefni pr. kú: 340 kg

Verðmætaefni pr. ha: 1.122 kg

 

Árið 2011 (mjólkað einu sinni á dag):

Meðalnyt: 3.550 kg

Verðmætaefni pr. kú: 305 kg

Verðmætaefni pr. ha: 1.006 kg

 

Gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir á þessari aðferð, m.a. í Nýja-Sjálandi og Frakklandi. Alla jafnan verður afurðatap 10-43% eftir afurðastigi viðkomandi bús, mest hjá hámjólka gripum. Hægt er að lesa (á erlendum tungumálum) nánari upplýsingar um framleiðslukerfið OAD með því að slá inn leitarorðið „Once A Day Milking“ á vefleitarvél Google. Niðurstaðan gefur nærri 100 þúsund hlekki, svo nægt ætti lesefnið að vera fyrir áhugasama/SS.