Mjólkar á við 3,5 íslenskar meðalkýr!
03.07.2010
Um þessar mundir eru víða erlendis haldnar landbúnaðarsýningar. Á þeim er oft keppt í kúasýningum og á einni slíkri, í Hurup í Danmörku, varð hann Kristofer Kappel hlutskarpastur með eina af Holstein kúnum sínum. Sigurvegarinn er fullorðin kýr, sem hefur síðustu fimm ár mjólkað að jafnaði 14.845 kg/305 dögum og á síðasta mjaltaskeiði 18.165 kg/305 dögum eða
sem nemur meðalafurðum 3,5 íslenskra kúa (m.v. landsmeðaltal í maí 2010). Kýrin, sem heitir einfaldlega „1323“ hefur frá burði verið í kringum 60-65 kg/dag og er eins og sjá má stór og glæsilega gerð kýr.
Heimild: Viking Genetics