Beint í efni

Mjólkað á ný í Stærra-Árskógi

12.02.2008

Mjólkurframleiðsla er nú hafin á ný í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd í Eyjafirði, en fjósið á bænum brann ásamt bróðurparti bústofnsins um miðjan nóvember á síðasta ári. Þá þegar var ákveðið að hefja uppbyggingarstarf og var nýtt fjós risið á grunni þess gamla þann 17. janúar sl., réttum tveimur mánuðum eftir brunann. Í morgun var síðan sótt mjólk í fyrsta skipti í nýtt fjós og eru ekki liðnir 3 mánuðir frá brunanum. Eru þess væntanlega fá dæmi um að svo skjótlega hafi gengið að koma mjólkurframleiðslu í gang aftur eftir slík stóráföll. Landssamband kúabænda óskar Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur og fjölskyldum þeirra til allra heilla með áfangann og velfarnaðar framvegis.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17. janúar 2008. Nýtt fjós risið á grunni þess sem brann, réttum tveimur mánuðum eftir brunann.

Mynd: Kristján Gunnarsson, mjólkureftirlitsmaður MS Akureyri