Beint í efni

Mjólka ehf greiðir fullt afurðastöðvaverð fyrir umframmjólk 2007/8

08.08.2007

Samkvæmt upplýsingum frá Mjólku ehf. hyggst fyrirtækið greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk sem lögð verður inn hjá því á næsta verðlagsári, hvort sem mjólkin er innan eða utan greiðslumarks. Afurðastöðvaverðið sem Mjólka ehf. greiðir sínum innleggjendum er kringum 52 kr á líter um þessar mundir.