Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólka 3svar á tveimur sólarhringum

20.01.2018

Á sama tíma og fleiri og fleiri kúabændur fara úr því að mjólka tvisvar á dag í þrisvar sinnum á dag eða oftar, s.s. þeir sem eru með mjaltaþjóna, eru sumir kúabændur í Nýja-Sjálandi að fara í allt aðra átt. Þar virðist vera að færast í aukana að mjólka þrisvar á tveimur sólarhringum! Þetta er hægt á búum þar sem flestar kýrnar bera á svipuðum tíma og þegar fer að draga úr mjólkurframleiðslunni er júgurvefurinn ekki undir sama álagi og við upphafi mjaltaskeiðs og þá er í raun einfalt að draga úr mjaltatíðninni.

Margir bændur mjólka í dag með 12 tíma millibili í þeim tilgangi að nýta júgurvefinn sem allra best til mjólkurframleiðslu. Þar sem ekki er framleitt til hámarksafurða er bil á milli mjalta oft annað og all oft þá mjólkað með 10 og 14 tíma mun á milli mjalta innan sólarhringsins. En sé horft til nýsjálenska kerfisins, þá hefur þarlenda ráðgjafafyrirtækið DairyNZ metið það svo að 50% allra kúabúanna á Suðureyjunni gætu hæglega skipt yfir í þrjár mjaltir á tveimur sólarhringum og sparað þar með bæði vinnutíma og slit á tækjum. Er þá mjólkað klukkan 6 að morgni, aftur kl. 22 að kvöldi sama dags og svo klukkan 4 seinnipartinn næsta dag og svo koll af kolli.

Byggt á reynslu þeirra sem hafa gert þetta er hægt að fara þetta kerfi án þess að tapa mikilli framleiðslu né fórna mjólkurgæðum, en sé þetta gert allt mjaltaskeiðið megi þó gera ráð fyrir um 7% minni framleiðslu en sé mjólkað 2svar á dag. Í sumum löndum hafa bændur einnig verið að prófa sig áfram með að mjólka einungis einu sinni á dag en þá hefur afurðatapið verið allt að 15% miðað við mjaltir tvisvar á dag/SS.