Mjólk sem er vottuð af dýraverndarsambandi
08.04.2016
Markaðsfólk er alltaf að leita nýrra leiða til þess að markaðssetja mjólk og það nýjasta á evrópska markaðinum er nú mjólkurvörur sem bera nafnið Essens. Þessi vörulína er sérstök vegna þess að hún er vottuð af danska dýrvaverndarsambandinu Dyrenes beskyttelse. Mjólkurvörur þessar koma frá kúm sem eru hýstar í mun rýmri fjósum en reglur kveða á um auk þess sem kúabúin eru lífrænt vottuð, en um er s.s. að ræða enn meiri kröfur en gert er ráð fyrir þegar lífræn vottun er annars vegar.
Það er Arla sem markaðssetur Essens en mjólkurvörur þessar, sem koma á danska markaðinn nú í vor, verða mun dýrari en lífrænt vottaðar mjólkurvörur – sem jafnframt eru mun dýrari en hefðbundnar mjólkurvörur/SS.