Beint í efni

Mjólk með skyndibitanum!

09.09.2004

10% norðmanna kjósa að drekka mjólk með pizzu og margir drekka einnig mjólk með mexikönskum réttum og hamborgurum. Þetta sýnir ný könnun á mjólkurvenjum norðmanna sem mjólkursamlag þeirra, TINE, lét gera fyrir skemmstu. Einnig kemur fram í könnuninni að tvöfalt fleiri karlar en konur vilja mjólk með áðurnefndum réttum. Mun fleiri karlar en konur vilja þar að auki mjólk með kvöldmatnum.

Meira en helmingur íbúa norðurhluta Noregs vilja drekka mjólk með pönnukökum og sú samsetning er einnig vinsæl í suður- og austur Noregi.

 

Margrét H. Guðmundsdóttir

fréttaritari LK í Noregi