Beint í efni

Mjólk hækkar ekki um 20%

14.11.2007

Í frétt á bls. 12 í Markaði Fréttablaðsins í dag er haft eftir undirrituðum að mjólkurvörur kunni að hækka um allt að fimmtung um næstu áramót. Þetta er ekki rétt. Í samtali við blaðamann var farið yfir kostnaðarhækkanir á ýmsum aðföngum sem hafa hækkað á síðustu mánuðum á þessu bili, 15-20%. Ekkert var sagt um hækkun á heildsöluverði mjólkurafurða eða lágmarksverði til bænda, enda engin niðurstaða komin í viðræður um þau mál. Það er þó ljóst að hækkun á mjólkurverði um komandi áramót verður ekki 15% og því síður 20%, hvorki til bænda eða neytenda.