Mjólk gegn ristilkrabbameini
09.10.2012
Ný sænsk rannsókn bendir til þess að mjólk hafi dragi úr vaxtarhraða ristilkrabbameins, þökk sé hins járnbindandi próteins lactoferricin 4-14 (Lfcin4-14) sem er í mjólk.
Niðurstöður rannsóknahóps háskólans í Lundi í Svíþjóð birtust í nýjasta tölublaði Journal of Dairy Science. Vísindamennirnir komust að því að framangreint prótein dregur úr vaxtarhraða ristilkrabbameins þegar frumurnar eru geislaðar og um leið auðveldaði hinum sjúku frumum að gera við erfðaefnisbilunina sem veldur ofvexti.
Að sögn Stina Ordesson, prófessors við háskólann í Lundi, styðja rannsóknaniðurstöðurnar fyrri kenningar um að mjólk geti haft jákvæð áhrif á þróun ristilkrabbameins í meðhöndlun þar sem áðurnefnt prótein gegnir lykilhlutverki. Hægt er að fræðast nánar um þessa áhugaverðu rannsókn á heimasíðu Journal of Dairy Science með því að smella hér/SS.