
Mjólk gegn offitu?
25.02.2011
Mjólk er talin innihalda efni sem geta haft grennandi áhrif en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að mjólk og mjólkurvörur hafa áhrif á það hve mikla orku líkaminn tekur upp og nýtir. Talið er að ástæðan felist m.a. í því að mjólkurkalk getur bundið fitu í þörmunum og komið þannig í veg fyrir að fitan sé tekin upp í líkamanum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að mjólk innihald einnig önnur efni sem beint eða með jákvæðum áhrifum á þarmaflóruna tengist upptöku fitu í líkamanum og fituefnaskiptum. Þessi virkni hefur ekki fundist í undanrennu, sem beinir sjónum
að mjólkurfitu og efnum tengdum henni.
Nýverið hófst rannsóknarverkefni sem ætlað er að skýra þetta samband en að verkefninu standa m.a. háskólarnir í Árósum, Kaupmannahöfn og Gautaborg auk erfðafræðistofnunar Kína og næringarstofnunar Noregs. Rannsóknarverkefnið, sem mun standa í fimm ár, hefur fengið rúmar 400 milljónir íslenskra króna í styrk til þess að skýra hvað það er sem hefur þessi grennandi áhrif með neyslu mjólkur og mjólkurvara.