Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjólk frá Tasmaníu til Kína

21.12.2016

Þó svo að Tasmanía sé lítil eyja og ekki nema rétt rúmlega helmingurinn af stærð Íslands er þar stundaður all umsvifamikill landbúnaður. Landið þykir henta ágætlega til mjólkurframleiðslu vegna hagstæðra veðurfarsskilyrða og þar hefur verið að byggjast upp nokkuð öflug mjólkurframleiðsla á liðnum árum. Nú hefur afurðafyrirtækið Van Diemen‘s Land Farms, sem er stærsta afurðavinnslufyrirtæki í Tasmaníu fengið nýjan eiganda og var nýverið keypt af kínverska fjárfestinum Lu Xianfeng. Land Farms er með heldur minni innvigtun mjólkur en er hér á landi á ári og var keypt af Lu Xianfeng fyrir um 32 milljarða íslenskra króna.

Nú þegar Lu Xianfeng hefur tekið við fyrirtækinu hefur hann þegar sett svip sinn á reksturinn en hann ætlar að flytja töluvert af ferskri mjólk beint frá Tasmaníu til Kína. Í fyrstu mun útflutningurinn nema 50 tonnum af ferskri mjólk á viku en fljótlega verður magnið komið í 100 tonn á viku og er markmiðið að flytja út 150 tonn á viku eða sem nemur þremur flugförmum á viku/SS.