Beint í efni

Mjólk er góð….fyrir heilann!

10.04.2013

Flestir vita að mjólk er holl og góð, m.a. fyrir beinin, og einnig hafa nýlegar rannsóknir sýnt að mjólkurneysla getur dregið úr offitu. Nú hefur nýleg bandarísk rannsókn sýnt fram á að þeir sem drekka mjólk virðast vera skarpari í kollinum en þeir sem ekki drekka mjólk.

 Í rannsókninni tóku 1000 manns þátt á aldrinum 23-90 ára, fæðuvenjur þeirra voru skoðaðar og þeir prófaðir í 8 mismunandi minnis- og athyglisprófum. Í ljós kom að þeir sem drukku eitt eða fleiri glös af mjólk að meðaltali á dag stóðu sig best í þessum prófum. Ekki er ljóst hvaða ástæður eru fyrir þessu sambandi en rannsakendurnir ályktuðu að hin fjölmörgu næringarefni mjólkurinnar, eins og t.d. magnesíum gætu haft bein áhrif á virkni heilans. Einnig veltu þeir upp möguleikanum á að hin jákvæðu áhrif mjólkurinnar á blóðþrýsting gætu haft sitt að segja fyrir heilastarfsemina. 

 

Chrichton GE, Elias MF, Dore GA, Robbins MA. Relation between dairy food intake and cognitive function: The Maine-Syracuse Longitudinal Study. Int Dairy J 2012: 22, 15-23.