Beint í efni

Mjög góð sala í maí – árssala á próteingrunni 114,5 milljónir lítra

18.06.2012

Samkvæmt nýútkomnu söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði yfir framleiðslu og sölu mjólkurafurða, er 12 mánaða sala á próteingrunni 114,5 milljónir lítra. Það er aukning um 0,4% frá árinu áður. Sala á próteingrunni í maí sl. var 7% meiri en í sama mánuði í fyrra, þrátt fyrir að söludagar væru tveimur færri, á það sérstaklega við um osta, viðbit og rjóma. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir kúabændur, þar sem að árssalan er nú orðin jöfn greiðslumarkinu, en framan af þessu ári hefur hún verið nokkuð undir því. Salan á fitugrunni sl. 12 mánuði er komin í 112,5 milljónir lítra, sem er 1,8% aukning frá árinu á undan.

Innvigtun mjólkur undanfarna 12 mánuði er 126.748.614 lítrar, sem er 3,5% meira en árið þar á undan. Það sem af er árinu 2012 (janúar-maí) er innvigtunin 55,6 milljónir lítra, en var á sama tíma í fyrra 53,3 milljónir lítra. Aukningin er 4,3%./BHB