Mjög góð aðsókn á haustfundi LK
07.11.2002
Nú er haustfundir LK að baki og voru þeir sóttir af um 350 fundargestum. Á fundunum var farið yfir helstu innri málefni búgreinarinnar, s.s. sölu og markaðsmál með nautgripaafurðir, áhrif helstu laga og reglugerða á nautgripabændur og drög að stefnumótun fyrir nautgriparækt til framtíðar.
Fundirnir voru 12 talsins og haldnir um allt land.