Beint í efni

Mjaltir í Kastljósi

21.02.2006

Í Kastljósi RUV einhvern næstu daga verður sýnt frá á mjöltum í nýjum hringekjumjaltabás á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Þá verður rætt um ýmis mál sem brenna á kúabændum. Viðmælendur verða ábúendur á Hrafnagili, bræðurnir Jón Elfar og Grettir Hjörleifssynir, Elín Margrét Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK. Kastljósið hefst að loknum fréttum alla virka daga, um kl. 19.30.