Beint í efni

Mjaltaþjónum fjölgar á Norðurlöndunum

07.06.2004

Samkvæmt nýju yfirliti NMSM, sem eru norræn samtök um mjólkurgæði og mjaltatækni, voru nú í lok maí 1058 mjaltaþjónar á Norðurlöndunum á 663 kúabúum. Þar af eru flestir í Danmörku, eða 557 mjaltaþjónar, og hlutfall kúabúa þar með mjaltaþjóna nú komið í 4% af heildarfjölda. Ef litið er til hlutfallstalna, þá er Ísland í þriðja sæti hvað hlutfall snertir, á eftir Danmörku og Svíþjóð. Nánari upplýsingar:

 

 

Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Samtals
Fjöldi kúabúa með mj. þjóna 293 78 16 30 246 663
Heildarfj. mjaltaþjóna 557 91 16 33 361 1.058
Fjöldi kúabúa alls: 7.400 17.600 867 19.531 9.853 55.251
Hlutfall mjaltaþjóna af heild 4,0 % 0,4 % 1,8 % 0,2 % 2,5 % 1,2 %
 

 Heimilt er að birta töfluna sé getið heimildar: Upplýsingar frá NMSM