Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjaltaþjónum fækkaði á Norðurlöndunum 2015

23.03.2016

Bráðabirgðauppgjör tæknihóps NMSM, vinnuhópsnorrænna afurðastöðva í mjólkuriðnaði hlutverk NMSM er að vinna að sameiginlegum málum sem snúa að mjólkurgæðum, sýnir að snarhægt hefur á útbreiðslu mjaltaþjóna miðað við fyrri ár. Árið 2012 sáust þess fyrst merki í Danmörku að tæknin hafði náð sinni mestu útbreiðslu þar og síðan þá hefur mjaltaþjónabúum fækkað jafnt og þétt og fækkaði t.d. dönskum mjaltaþjónabúum um 52 á síðasta ári og hurfu með þeim 73 mjaltaþjónar. Alls hefur mjaltaþjónabúum í Danmörku fækkað um 148 og 235 mjaltaþjóna frá því árið 2011. Hér á landi fjölgaði búunum um 10 á milli ára, sem er nokkuð minna en fyrra ár.

 

Í fyrsta skipti í tvo áratugi jókst ekki fjöldi mjaltaþjónabúa í Svíþjóð á milli ára og fækkaði mjaltaþjónabúunum þar um 117 á síðasta ári, úr 1.064 árið 2014 í 947 nú í árslok 2015. Um leið hurfu frá landinu einnig 214 mjaltaþjónar.

 

Í Finnlandi varð aukning á fjölda mjaltaþjónabúa en þeim fjölgaði um 46 á milli ára. Það er auðvitað góður vöxtur en þó minnsta aukning á fjölda mjaltaþjónabúa í rúman áratug og bendir til þess að verulega hafi dregið af þróuninni í Finnlandi.

 

Í Noregi jókst fjöldi mjaltaþjónabúa nokkuð, úr 1.376 í 1.504, eða um 128 en það er þó nærri helmingi minni aukning í fjölda en árið áður þegar mjaltaþjónabúunum fjölgaði um 233.

 

Í þessu bráðabirgðauppgjöri kemur fram að alls voru nú um áramótin 4.308 kúabú á Norðurlöndunum sem er heildaraukning um einungis 15 kúabú frá árslokum 2014. Þessi bú voru með 6.858 mjaltaþjóna nú í árslok 2015 og hefur heildarfjöldi þeirra nú dregist saman um 36 á milli ára. Rétt er að minna á að um bráðabirgðauppgjör er að ræða. Endanlegt uppgjör mun liggja fyrir í júní.

 

Þar sem framundan eru helgidagar verður vefurinn næst uppfærður laugardaginn 26. mars/SS.