Beint í efni

Mjaltaþjónn fyrir básafjós!

21.04.2012

Kanadíski mjaltatækjaframleiðandinn Milkomax hefur nú fyrst fyrirtækja sett í sölu mjaltaþjón fyrir básafjós, en mjaltaþjónninn var fyrst kynntur fyrir nokkrum árum. Mjaltaþjónninn er þróaður í samvinnu við Lely í Hollandi en allur búnaður til þess að setja mjaltatækið á kúna er frá Lely. Mjaltaþjónninn sem kallast ROBOLEO er þróaður fyrir básafjós með það í huga að bændurnir þurfi ekki að fjárfesta í nýjum lausagöngufjósum og hentar fyrst og fremst í tvístæðum fjósum með fóðurganga við útveggi.

 

ROBOLEO kostar 350 þúsund dollara (um 45 milljónir íkr) og verður til að byrja með ekki boðinn til sölu í Evrópu. Hægt er að fræðast um þennan áhugaverða mjaltaþjón á heimasíðu Milkomax www.milkomax.com og einnig má sjá myndband af honum á YouTube á þessari vefslóð: http://www.youtube.com/watch?v=lMwsBerw80c /SS.