Beint í efni

Mjaltaþjónar og mjólkurgæði – námskeið fyrir kúabændur

05.02.2010

Mjaltaþjónar og bætt mjólkurgæði
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Samtök Afurðastöðva í Mjólkuriðnaði og er ætlað bændum sem nota mjaltaþjóna.

Fjallað verður um mjaltir, grunnkerfi mjaltaþjónanna og erlenda reynslu af ólíkum mjaltaþjónum. Sérstök áhersla verður lögð á mjólkurgæði, m.a. frjálsar fitusýrur (FFA) í mjólk, tengsl þeirra mjólkurgæði og áhrif of hárra gilda á vinnslu mjólkur og mjólkurafurða. Ennfremur farið yfir mikilvægi þess að horfa til efnainnihalds mjólkurinnar og tengsl við afkomuna. Þá verða kynntar breytingar á mjólkurgæðakröfum sem tóku gildi 1. febrúar sl. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða auk Snorra Sigurðssonar sérfræðings í mjólkurgæðum og mjaltatækni hjá LbhÍ, mjólkureftirlitsmenn á viðkomandi námskeiðssvæði auk fulltrúa frá viðkomandi afurðastöð.

Námskeiðið verður haldið á eftirfarandi stöðum:
 mán. 15. mars  kl 10:00-16:30 (8 kennslustundir) Árhúsum á Hellu
o Snorri Sigurðsson LbhÍ, Gunnar Kjartansson SAM o.fl..
 Þri. 16. mars kl 10:00-16:30 (8 kennslustundir)  Austurstofa í Ásgarði á Hvanneyri
o Snorri Sigurðsson LbhÍ, Hans Egilsson SAM o.fl..
 Mið. 17. mars  kl 10:30-17:00 (8 kennslustundir) á Löngumýri í Skagafirði
o Snorri Sigurðsson LbhÍ, Hans Egilsson SAM o.fl..
 Fim. 18. mars  kl 10:00-16:30 (8 kennslustundir) í Sveinbjarnargerði Eyjafirði.

o Snorri Sigurðsson, Kristján Gunnarsson SAM o.fl..
 Fös. 19. mars  kl 10:30-17:00 (8 kennslustundir) Gistihúsið Egilsstöðum
o Snorri Sigurðsson, Kristján Gunnarsson SAM o.fl..

 

Umsjón og kennsla: Snorri Sigurðsson, sérfræðingur hjá LbhÍ,  Gunnar Kjartansson, Kristján Gunnarsson og Hans Egilsson, mjólkureftirlitsmenn frá SAM.

Verð: 11.800 kr (kennsla, gögn og veitingar).

 

Skráningar: á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og sími.

 

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2800 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Skrá nafn þátttakanda í skýringar og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is


Nýting belgjurta til að auka frjósemi og afurðargetu jarðvegs
Fyrir bændur og aðra landeigendur

Námskeiðið er byggt upp á eftirfarandi þremur þáttum:

1. hluti:
 Byggingarefni lífvera og hvernig þeim efnum  er komið  inn í lífkeðjuna.
 Ferlar helstu áburðarefna í jarðvegi og lífríki.
 Lífrænt efni ræktað á staðnum miðað við aðflutt lífrænt efni
 Umsetning  og umsetningarhraði plöntunæringarefna í jarðvegi.
 Mismunandi gæði lífræns efnis með tilliti til umsetningarhraða.

2. hluti:
 Ferill níturbindingar
 Afkastageta einstakra níturbindandi tegunda.
 Hvernig á að hámarka níturbindingu einstakra tegunda.
 Meðhöndlun rótarhnýðisbaktería og tengsl þeirra baktería við plöntutegund.
 Önnur áhrif belgjurta á framleiðslugetu svæðis.

3. hluti:
 Ræktun belgjurta. Ræktunartækni, ending.
 Bein nýting belgjurta. Fóður. Beit og sláttur
 Flutningur efna frá belgjurtum yfir í aðrar ræktunarplöntur
Samantekt

 

Kennari: Jón Guðmundsson,
Stund og staður: 
 þri. 9. feb. Kl. 13:00-15.30 (3,5 kennslustundir), á Hvanneyri (nánar síðar).
 Þri. 23. feb. Kl 13:00-15:30 (3,5 kennslustund), á Hótel Heklu á Brjánsstöðum.
 þri. 9. mars  Kl. 13:00-15.30 (3,5 kennslustundir), í Búgarði á Akureyri.
 Þri. 13. apríl  Kl. 13:00-15.30 (3,5 kennslustundir), á Egilsstöðum (nánar síðar).
Verð: 6.000kr

 

Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.   

 

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590.  Kvittun með skýringu send á endurmenntun@lbhi.is


Láttu nautgripunum líða vel og þér líka!
Eins dags námskeið um aðbúnað nautgripa og hönnun á aðstöðu fyrir nautgripi og fólk m.m. Sérstök áhersla er lögð á breytingar og endurbætur á aðbúnaði gripa, byggt á reynslu bænda, sem og reynslu ýmissa starfsmanna í landbúnaði. Námskeiðið hentar einkar vel fyrir þá bændur sem vilja bæta hjá sér aðstöðuna án óheyrilegs kostnaðar.

 

Leiðbeinandi: Snorri Sigurðsson, húsvistarsérfræðingur LbhÍ
Stund og staður: Þri. 2. mars kl 9:30-17:00 (8,5 kennslustundir) á Stóra-Ármóti

Verð: 13.000.- kr

Skráningar: á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og sími.

 

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Skrá nafn þátttakanda í skýringar og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

 

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is