Beint í efni

Mjaltaþjónar enn í sókn þrátt fyrir kreppu

10.06.2010

NMSM logoÞessa dagana, í Rebild í Danmörku, er haldin árleg ráðstefna NMSM (samstarfsvettvangur mjólkuriðnaðarins á Norðulöndunum um mjólkurgæði). Á ráðstefnunni eru birtar ýmsar upplýsingar um mjólkuriðnaðinn, mjólkurgæðin og heilbrigði kúa á Norðurlöndunum. Meðal þess sem NMSM heldur saman eru upplýsingar um þróun mjaltaþjóna. Þrátt fyrir efnahagsástandið hefur þróun í fjölda mjaltaþjóna haldið áfram og eru nú um 8.000 mjaltaþjónabú í gangi í heiminum, þar af

er um þriðjungur á Norðurlöndunum. Á Meðfylgjandi myndum má sjá annarsvegar þróun í útbreiðslu mjaltaþjóna í heiminum og hinsvegar þróun útbreiðslu mjaltaþjóna á Norðurlöndunum.

 

Smelltu hér til þess að sjá mynd af þróun útbreiðslu mjaltaþjóna í heiminum.

 

Smelltu hér til þess að sjá mynd af þróun útbreiðslu mjaltaþjóna á Norðurlöndunum.