Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mjaltaþjónar á Íslandi í 10 ár

30.09.2009

Þann 7. september sl. voru liðin 10 ár frá því fyrsti mjaltaþjónninn var tekinn í notkun hér á landi. Þá tóku Sæmundur, Svanborg og fjölskylda á bænum Bjólu í Rangárþingi ytra (þá Djúpárhreppi) í gagnið Lely Astronaut A2 mjaltaþjón. Um ástæðu þess að mjaltaþjónninn varð fyrir valinu, segir Sæmundur að honum hafi verið boðið í ferð til Hollands í apríl 1999, þar sem nokkur mjaltaþjónabú voru heimsótt. Honum hafi litist vel á þessa nýju tækni og ákveðið fjárfesta í henni. Mjaltaþjónninn hafi staðist allar þær væntingar sem til hans voru gerðar, hann sé enn í fullri notkun og verði væntanlega næstu árin.

Sonur Sæmundar, Ágúst, er nú tekinn við búi í Bjólu og bætti hann við öðrum Lely mjaltaþjóni í fjósið árið 2007.

 

Mér er það minnisstætt að undir lok B.Sc. náms míns í búvísindum, vorið 1999, hélt ég fyrirlestur um mjaltaþjóna í námskeiði um bútækni. Niðurlagsorð fyrirlestrarins voru á þá leið að ég teldi miklar líkur á, að íslenskir kúabændur myndu tileinka sér þessa nýju tækni á næstu árum. Það hefur gengið eftir og í dag eru alls 115 mjaltaþjónar í notkun hér á landi, 82 Lely Astronaut og 33 DeLaval VMS. Hátt í fjórðungur mjólkurframleiðslunnar hér á landi kemur frá búum með mjaltaþjóna.

 

Myndina hér að neðan tók Áskell Þórisson, þáverandi ritstjóri Bændablaðisins, þegar opið hús var í Bjólu í tilefni af gangsetningu mjaltaþjónsins. Það var 26. september 1999.

 

Frá hægri: Ágúst Sæmundsson, Jón Sæmundsson, Sæmundur B. Ágústsson, Cees (hollenskur starfsmaður Lely), Bergur Ketilsson og Oddur Ólafsson, þá starfsmenn hjá Vélum og Þjónustu hf.