Mitsubishi í mjólkurvinnslu!
12.10.2012
Flestir hér á landi þekkja vafalítið Mitsubishi sem framleiðanda á bílum og tækjum í orkuvinnslu, en fyrirtækið hefur óvenju fjölbreytta fjárfestingastefnu eins og nú hefur komið á daginn. Mitsubishi hefur nefninlega fjárfest í um fjórðungi hlutfjárins í afurðastöðinni Tasmanian Dairy Products (TDP), sem er að meirihluta í eigu hins ástralska fyrirtækis Murray Goldburn. Afurðastöðin er, eins og nafnið gefur til kynna, í Tasmaníu og mun árlega vinna úr 250 milljón lítrum mjólkur.
Kaup Mitsubishi á hlutafénu í þessari afurðastöð segja margt um áherslur fyrirtækisins í framtíðinni og þeirri áhættudreifingu sem forsvarsmenn Mitsubishi sækjast eftir við fjárfestingar. Um leið opnar eignarhluturinn aðgengi að heimamarkaði Mitsubishi í Japan/SS.