Beint í efni

Mismunandi afurðaverð eftir búsetu

04.11.2010

Samkvæmt verðlíkani LK, sem hægt er að skoða með því að smella hér, þá er nokkur munur á afurðaverði nautgripa á milli landshluta. Þannig greiða sláturhúsin á Hellu og Selfossi hærra verð til bænda fyrir innvegna gripi, samkvæmt verðlíkaninu, en sláturhúsin á Norðurlandi greiða til bænda. Lægsta afurðaverðið er í Eyjafirði, hjá Norðlenska og B. Jensen, en sláturhúsin í Húnavatnssýslum og Skagafirði liggja með verðskrár sínar nokkuð ofar. Ástæða er

til þess að hvetja kúabændur að skoða vel verðskrár sláturleyfishafanna og velja slátrunaraðila með afurðaverð í huga en nokkur munur getur verið á milli þeirra innan einstakra kjötflokka.

 

Með því að smella hér getur þú séð gildandi verðskrá sláturleyfishafanna.