Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mismikil framleiðsla á milli fram og afturhluta júgurs

25.08.2016

Fyrir mörgum áratugum voru kýr mjög oft með afturþung júgur en þetta er sem betur fer hverfandi í dag, enda hefur kynbótastarfið skilað miklum breytingum á júgurgerð og lögum síðustu ár og áratugi. Víða erlendis þekkjast vart lengur kýr sem eru með svokallað afturþungt júgur, en þegar þessi leiða júgurgerð var til, var algengt að rannsaka mjólkurframleiðslu á milli júgurhluta til þess að stilla svo mjaltatæknina eftir því hve mikil framleiðsla var í hverjum hluta. Í rannsóknum sem gerðar voru á árabilinu 1960 til 1970 kom fram að mjólkurframleiðslan í aftari hluta júgursins var að jafnaði 10-15% meiri en í framhluta júgursins og var það m.a. skýrt með áðurnefndri afturþyngd júgranna.

 

Í dag er júgurbyggingin allt önnur hjá flestum kúakynjum og m.a. hjá Holstein í Danmörku. Þar sem langt var um liðið frá rannsóknum á mjólkurframleiðslu einstakra kirtla var ákveðið að skoða þetta sérstaklega í rannsóknaverkefni nú í vor og kom í ljós, og það nokkuð óvænt, að þó svo að júgurgerðin sé allt önnur í dag og miklu jafnari júgur þá er mjólkurframleiðsla afturhluta júgranna enn meiri en framhluta. Þó er munurinn heldur minni í dag en var fyrir rúmum 50 árum eða um 8-12%. Sé horft til náttúrunnar kemur ekki á óvart að mjólkurframleiðslan sé meiri í afturhluta enda oft auðveldara fyrir kálfana að ná í þá spena og því kemur ekki á óvart að náttúran hafi valið fyrir þessum eiginleika. Breytt lögun júgursins, upphengja og spenastaða hefur s.s. ekki bein áhrif á þennan framleiðslueiginleika/SS.