Beint í efni

Minnt á skil á sauðfjárskýrsluhaldi

12.01.2009

Skil á skýrslum í sauðfjárræktinni hafa verið góð, en samt er mikið enn ókomið. Rétt er að minna á að með reglugerðarbreytingu á síðasta ári var skiladeginum breytt þannig að nú þarf að skila öllum skýrslum fyrir 1. febrúar til að uppfylla skilyrði gæðastýringar. Þeir sem enn eiga verki ólokið eru því hvattir til að beita pennanum eða hamra á lyklaborð tölvunnar sem allra fyrst.