Beint í efni

Minnsta mjólkurframleiðslan í 20 ár

21.09.2017

Enn dregst mjólkurframleiðslan í Svíþjóð saman og samkvæmt nýju uppgjöri sænsku bændasamtakanna hefur innvigtun mjólkur ekki verið minni í amk. 20 ár! Framan af ári var ljóst að það stefndi í samdrátt framleiðslunnar en líklega óraði engann fyrir því að framleiðslan myndi dragast jafn mikið saman og raun ber vitni um.

Sé einungis horft til innvigtunarinnar í júlí þá dróst hún saman um 2 milljónir lítra á milli ára, fór úr 239 milljónum lítra í fyrra í 237 milljónir lítra í ár og sé litið til ársins 2015 hefur innvigtunin dregist saman um 10 milljónir lítra í þessum eina mánuði. Kúabændur landsins hafa að sjálfsögðu áhyggjur af þessari þróun enda eru sænskar mjólkurvörur að gefa eftir á markaði og það eru auðvitað slæm tíðindi fyrir sænska mjólkurframleiðslu í heild sinni/SS.