Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Minnst lyfjanoktun á Íslandi

05.11.2012

Lyfjanotkun í landbúnaði hefur oft verið tengd við sk. lyfjaónæmi ákveðinna bakteríutegunda og því er afar brýnt að nokunin sé bæði rétt og hófleg. Vegna mikilvægis málsins er til sérstök stofnun sem kallast European medicin agency (EMA) eða Lyfjastofnun Evrópu og er hennar hlutverk m.a. að fylgjast með notkun á lyfjum í landbúnaði og við framleiðslu dýraafurða.

 

Nú hefur verið gefin út skýrsla fyrir notkun á lyfjum í landbúnaði árið 2010 og þar er Ísland á toppi listans með minnsta lyfjanotkun á hvert framleitt tonn kjöts í Evrópu!

 

Í skýrslunni kemur m.a. fram að bornar voru saman niðurstöður lyfjanotkunar í landbúnaði 19 landa í Evrópu og er lyfjanotkunin í hverri dýrategund deilt niður á lífþunga svo unnt sé að bera þetta saman. Þess má reyndar geta að aðferðin er ekki hafin yfir gagnrýni segir m.a. í umsögn sænsku lyfjastofnunarinnar um niðurstöðu EMU.

 

Í skýrslunni kemur einnig fram að auk Íslands þá koma hin Norðurlöndin vel út og bæði Svíþjóð og Noregur eru næstu lönd á eftir. Á hinum enda notkunarskalans er hinsvegar Ungverjaland og með næst mesta notkun er svo Spánn og þar á eftir Belgía. Önnur lönd með mikla lyfjanotkun eru Holland og Frakkland. Skýrsluna má nálgast hér: http://www.ema.europa.eu/docs/en_GB/document_library/Report/2012/10/WC500133532.pdf

/SS.